Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Moutinho skoraði sigurmark Wolves í 1:0-sigri liðsins á Manchester United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Moutinho skoraði markið á 82. mínútu með afar hnitmiðuðu skoti utan teigs. United var nálægt því að jafna í uppbótartíma en José Sá í marki Wolves varði glæsilega aukaspyrnu frá Bruno Fernandes og þar við sat.
Tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.