Scott McTominay og Luke Shaw, leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verða fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í Birmingham hinn 15. janúar.
Leikmennirnir fengu báðir gult spjald í 0:1-tapi United gegn Wolves á Old Trafford í Manchester en það var Joao Moutinho sem skoraði sigurmark leiksins á 82. mínútu.
McTominay og Shaw verða því báðir í leikbanni þegar liðið mætir Aston Villa en þeir hafa báðir verið í stórum hlutverkum með liðinu á leiktíðinni.
United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 19 leiki, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.