Áfall fyrir Manchester United

Scott McTominay tekur út leikbann gegn Aston Villa.
Scott McTominay tekur út leikbann gegn Aston Villa. AFP

Scott McTominay og Luke Shaw, leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United, verða fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í Birmingham hinn 15. janúar.

Leikmennirnir fengu báðir gult spjald í 0:1-tapi United gegn Wolves á Old Trafford í Manchester en það var Joao Moutinho sem skoraði sigurmark leiksins á 82. mínútu.

McTominay og Shaw verða því báðir í leikbanni þegar liðið mætir Aston Villa en þeir hafa báðir verið í stórum hlutverkum með liðinu á leiktíðinni.

United er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir 19 leiki, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert