Gagnrýndi Ralf Rangnick

Ralf Rangnick var ráðinn tímabundinn stjóri United þegar Ole Gunnar …
Ralf Rangnick var ráðinn tímabundinn stjóri United þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn. AFP

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Jamie Redknapp gagnrýndi Ralf Rangnick, stjóra Manchester United, harðlega eftir 0:1-tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í gær. 

United fann aldrei taktinn í leiknum en það var Portúgalinn Joao Moutinho sem skoraði sigurmark leiksins á 82. mínútu.

Rangnick, sem tók við liðinu eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember, stillti upp í leikkerfið 4-2-2-2 sem fór ekki vel í Redknapp sem starfar í dag sem sparkspekingur hjá Sky Sports.

„Rangnick stillti upp liði sem hefur ekki hugmynd um það hvernig það á að spila þetta kerfi,“ sagði Redknapp eftir leikinn.

„Þetta kerfi hefur virkað fyrir hann áður en hann er ekki með leikmenn til að spila þeta kerfi hjá Manchester United. Þú þarft að aðlaga leikkerfið að leikmönnunum. 

Hann fór úr 4-2-2-2 í 3-4-3 og svo í 4-4-2 í leiknum. Ég held að hann hafi bara verið að búa til einhver kerfi og leikplan á meðan leiknum stóð,“ bætti Redknapp við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert