Liverpool óskar eftir frestun

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Liverpool hefur formlega óskað eftir því að leik liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu, Carabao Cup, verði frestað.

Æfingu var frestað hjá aðalliði Liverpool í dag vegna kórónuveirunnar en smitum hefur fjölgað innan félagsins. Leikurinn gegn Arsenal á að fara fram í London á fimmtudagskvöldið.

Foringinn sjálfur Jürgen Klopp smitaðist og missti af leiknum gegn Chelsea á sunnudaginn. Alisson, Joel Matip og Roberto Firmino misstu einnig af leiknum en auk þess smituðust þrír í starfsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert