Ranieri fær nýjan mann í hópinn

Claudio Ranieri hefur fengið nýjan mann í hópinn.
Claudio Ranieri hefur fengið nýjan mann í hópinn. AFP

Watford hefur bætt við nýjum leikmanni í hópinn fyrir baráttuna í seinni hluta ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Watford festi í dag kaup á Hassane Kamara frá franska liðinu Nice. Hann er 27 ára gamall vinstri bakvörður, fæddur og uppalinn í Frakklandi en er nýbyrjaður að spila fyrir hönd Fílabeinsstrandarinnar. Hann var þó ekki valinn í hópinn fyrir Afríkukeppnina sem er að hefjast og getur því komið beint í baráttuna með Watford sem er tveimur stigum frá fallsæti.

Kamara hefur leikið með Nice undanfarin tvö ár en var áður fimm ár í röðum Reims.

Claudio Ranieri tók við liði Watford í október en liðið kom aftur upp í úrvalsdeildina fyrir þetta tímabil eftir eitt ár í B-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert