Tíu ár frá mögnuðu marki markvarðarins – myndskeið

Tim Howard lék um 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni með …
Tim Howard lék um 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Everton og Manchester United og lék enn í bandarísku B-deildinni á árinu 2021, orðinn 42 ára gamall. AFP

Í dag eru tíu ár frá því eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu var skorað en þar var að verki bandaríski markvörðurinn Tim Howard sem þá lék með Everton. 

Grétar Rafn Steinsson og samherjar hans í Bolton voru í heimsókn á Goodison Park 4. janúar árið 2012.

Howard átti þá gríðarlanga spyrnu frá eigin vítateig og boltinn hafnaði í markinu hjá Ádám Bogdán, ungverskum markverði Bolton. Slysalegt af hans hálfu en Boltonmenn létu markið ekki slá sig út af laginu, svöruðu tvisvar og unnu óvæntan útisigur, 2:1.

Mark Howards var birt á samfélagsmiðlum ensku úrvalsdeildarinnar í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert