Í dag eru tíu ár frá því eitt skrautlegasta markið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu var skorað en þar var að verki bandaríski markvörðurinn Tim Howard sem þá lék með Everton.
Grétar Rafn Steinsson og samherjar hans í Bolton voru í heimsókn á Goodison Park 4. janúar árið 2012.
Howard átti þá gríðarlanga spyrnu frá eigin vítateig og boltinn hafnaði í markinu hjá Ádám Bogdán, ungverskum markverði Bolton. Slysalegt af hans hálfu en Boltonmenn létu markið ekki slá sig út af laginu, svöruðu tvisvar og unnu óvæntan útisigur, 2:1.
Mark Howards var birt á samfélagsmiðlum ensku úrvalsdeildarinnar í dag:
It's 🔟 years since @TimHowardGK scored from inside his own penalty area!@Everton // #OnThisDay pic.twitter.com/xkjXrHZz8u
— Premier League (@premierleague) January 4, 2022