Pepijn Linders, aðstoðarþjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag.
Lijnders stýrði Liverpool í 2:2-jafnteflinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í London um síðustu helgi þar sem Jürgen Klopp, stjóri liðsins, greindist með veiruna fyrir helgi.
Liverpool á að mæta Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins á morgun en Liverpool hefur farið fram á að leiknum verði frestað vegna fjölda smita í herbúðum félagsins.
Að minnsta kosti þrír leikmenn liðsins eru með veiruna og þá eru þeir Mohamed Salah, Sadio Mané og Naby Keita allir farnir í Afríkukeppnina.