Knattspyrnumaðurinn Ainsley Maitland-Niles er á leið til AS Roma á Ítalíu á lánssamningi.
Maitland-Niles leikur með Arsenal eins og stuðningsmenn liðsins þekkja og er á leið í læknisskoðun á Ítalíu. Roma og Arsenal hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn spili með Roma út þetta keppnistímabili.
Jose Mourinho stýrir Roma og er öllum hnútum kunnugur á Englandi.
Maitland-Niles hefur komið við sögu í ellefu leikjum með Arsenal í vetur og hefur tvisvar verið í byrjunarliðinu í deildarleikjum. Hann reifaði áhyggjur sínar opinberlega af stöðu sinni hjá félaginu snemma á tímabilinu.