Gerrard og Coutinho saman á ný?

Philippe Coutinho hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona.
Philippe Coutinho hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho er líklegast á leið frá Barcelona til Aston Villa þar sem hann yrði í láni út þetta keppnistímabil.

Coutinho hefur verið orðaður við mörg ensk lið að undanförnu, m.a. Arsenal og Newcastle. Hann lék með Liverpool í fimm ár, frá 2013 til 2018, og tvö þau fyrstu var hann samherji Stevens Gerrards, núverandi knattspyrnustjóra Aston Villa.

Gerrard hefur ávallt haft miklar mætur á Coutinho og samkvæmt spænska netmiðlinum COPE eru viðræður í gangi um för hans til Birminghamfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert