Kanté og Silva smitaðir

Franski heimsmeistarinn N'Golo Kanté.
Franski heimsmeistarinn N'Golo Kanté. AFP

Tveir af reyndustu mönnum Chelsea, N'Golo Kanté og Thiago Silva, smituðust af kórónuveirunni síðustu daga og eru í einangrun. 

Þeir léku ekki með Chelsea gegn Tottenham í deildabikarnum í kvöld og var þá skýrt frá smitunum. 

Kórónuveiran hefur dreift sér víða hjá knattspyrnuliðum á Englandi og framhaldið er nokkuð óljóst en fresta hefur þurft mörgum leikjum vegna þessa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert