Fyrri leik Arsenal og Liverpool í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu hefur verið frestað. Þetta tilkynntu forráðamenn deildabikarsins á samfélagsmiðlum sínum.
Leikurinn átti að fara fram á Emirates-vellinum í Lundúnum en Liverpool bað um að leiknum yrði frestað í gær vegna kórónuveirusmita í herbúðum félagsins og þátttöku leikmanna í Afríkukeppninni.
Í dag bárust fréttir af því að Pepijn Ljinders, aðstoðarþjálfari Liverpool, hefði greinst með kórónuveiruna en Jürgen Klopp, stjóri liðsins, greindist með veiruna fyrir helgi.
Til stendur að spila fyrri leikinn á Anfield 13. janúar og síðari leikinn sjö dögum seinna 20. janúar í Lundúnum.
Uppfært:
Staðfest er að leikið verður á Anfield 13. janúar og á Emirates 20. febrúar.