Enn einn knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni hefur verið sendur í einangrun vegna kórónuveirunnar.
Sean Dyche stjóri Burnley hefur greinst með veiruna og er úr leik í bili. Hann getur ekki stýrt Jóhanni Berg Guðmundssyni og samherjum hans um helgina þegar þeir mæta Huddersfield í bikarkeppninni. Ian Woan verður við stjórnvölinn í forföllum Dyche.