Framkoma leikmanna Arsenal í leiknum við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á nýársdag kostaði félagið um 3,5 milljónir íslenskra króna.
Arsenal var í dag sektað um 20 þúsund pund fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum en þeir mótmæltu harðlega, bæði þegar dæmd var vítaspyrna á liðið og þegar varnarmaðurinn Gabriel fékk rauða spjaldið snemma í seinni hálfleiknum.