Landsliðsbakvörðurinn fær ekki fleiri tækifæri

Danny Rose, til vinstri, í leik með Watford gegn Chelsea …
Danny Rose, til vinstri, í leik með Watford gegn Chelsea í síðasta mánuði. AFP

Danny Rose, fyrrverandi landsliðsbakvörður Englands, fær ekki fleiri tækifæri hjá Watford og verður látinn fara frá félaginu í þessum mánuði.

Sky Sport segir frá þessu, samkvæmt heimildum, en Rose kom til felagsins síðasta sumar og hefur aðeins tekið þátt í fjórum leikjum í úrvalsdeildinni og einum í deildabikarnum.

Rose, sem er 31 árs, átti góðu gengi að fagna með Tottenham um árabil og lék 29 landsleiki fyrir England á árunum 2016 til 2019. Hann var lánaður til Newcastle seinni hluta tímabilsins 2019-20, sneri aftur en spilaði ekkert með Tottenham tímabilið 2020-21 og fór frá félaginu til Watford síðasta sumar.

Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Watford sagði um Rose í desember að hann væri að bíða eftir því að sjá þann Danny sem hann man eftir sem leikmanni Tottenham. Hann væri ekki í nægilega góðu líkamlegu standi og þyrfti að bæta sig á því sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert