Pep Guardiola með kórónuveiruna

Pep Guardiola er með kórónuveiruna.
Pep Guardiola er með kórónuveiruna. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, er með kórónuveiruna. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Guardiola, sem er fimmtugur, verður því fjarri góðu gamni á morgun þegar City heimsækir D-deildarlið Swindon Town í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Juanma Lillo, aðstoðarþjálfari City, er einnig með veiruna og Rodolfo Borrell, annar aðstoðarþjálfari Guardiola, mun því stýra liðinu á morgun í fjarveru þeirra Guardiola og Lillos.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að Sean Dyche, stjóri Burnley, væri með veiruna en þeir Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eru einnig smitaðir af veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert