Watford þéttir varnarleikinn

Claudio Ranieri hefur fengið öflugan varnarmann í hópinn hjá Watford.
Claudio Ranieri hefur fengið öflugan varnarmann í hópinn hjá Watford. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Samir er kominn til enska úrvalsdeildarliðsins Watford frá Udinese á Ítalíu og hefur skrifað undir samning til ársins 2025.

Samir þykir firnasterkur varnarmaður en hann er 27 ára gamall og hefur leikið 124 leiki með Udinese í A-deildinni undanfarin fimm ár og þá hefur hann verið valinn í landsliðshóp Brasilíu en á ekki A-landsleik enn sem komið er.

Samir á að þétta lekan varnarleik Watford-liðsins sem er í 17. sæti af 20 liðum í úrvalsdeildinni og hefur tapað sex leikjum í röð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert