Eriksen er velkominn

Christian Eriksen í búningi Tottenham.
Christian Eriksen í búningi Tottenham. AFP

Dyr Tottenham Hotspur standa Dananum Christian Eriksen ávallt opnar segir knattspyrnustjóri liðsins Antonio Conte. 

Eriksen er samningslaus þar sem hann stenst ekki læknisskoðun á Ítalíu vegna hjartveiki sem þekkt er. Þar af leiðandi þurfti Inter Mílanó að rifta samningnum við Eriksen.

Eriksen hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að starfa áfram sem atvinnumaður í knattspyrnu ef eftirspurnin sé til staðar.

„Við erum að tala um leikmann sem var mjög mikilvægur fyrir Tottenham en fyrst og fremst toppmann. Það sem gerðist síðasta sumar var ekki skemmtilegt fyrir þá sem standa honum nærri eða þá sem hafa unnið með honum. Ég varð hræddur þegar ég sá atvikið og því eru það frábærar fréttir að hann sé reiðubúinn að spila á ný. Fyrir Christian standa dyrnar ávallt opnar,“ sagði Conte á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert