Gerrard fékk fyrrverandi liðsfélaga

Philippe Coutinho er að ganga til liðs við Aston Villa.
Philippe Coutinho er að ganga til liðs við Aston Villa. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho er að genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa á láni. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Coutinho, sem er 29 ára gamall, kemur til Aston Villa á láni frá Barcelona en hann og Steven Gerrard, stjóri Villa, léku saman hjá Liverpool frá 2013 til ársins 2015.

Coutinho gekk til liðs vð Barcelona frá Liverpool í janúar 2018 fyrir 140 milljónir punda en hefur engan vegin náð sér á strik á Spáni.

Aston Villa mun borga hluta af launum Coutinho en hann var á meðal launahæstu leikmanna spænska liðsins

Gerrard tók við stjórnartaumunum hjá Aston Villa undir lok síðasta árs en Villa er með 22 stig í þrettánda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert