Hann vill ekki spila með okkur lengur

Lucas Digne er landsliðsmaður Frakklands.
Lucas Digne er landsliðsmaður Frakklands. AFP

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Everton segir að staða franska landsliðsbakvarðarins Lucas Digne hjá félaginu sé ekki flókin. Hann vilji ekki spila með því lengur.

Digne og Benítez lentu upp á kant hvor við annan skömmu fyrir jól og Digne hefur ekki spilað síðan.

„Þetta er mjög skýrt hjá honum. Við höfum rætt málin nokkrum sinnum og hann sagði mér hvað hann væri að hugsa. Hvað á knattspyrnustjóri að gera þegar leikmaður vill fara frá félaginu?" sagði Benítez á fréttamannafundi í dag.

Digne hefur verið undanfarna daga orðaður við Chelsea, Newcastle og West Ham en Sky Sports segir að Everton vilji fá 30 milljónir punda fyrir hann. Digne er 28 ára gamall og kom frá Barcelona árið 2018 en hann hefur leikið 43 landsleiki fyrir Frakkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert