Leikmaður Liverpool eftirsóttur á Ítalíu

Divock Origi verður samningslaus næsta sumar.
Divock Origi verður samningslaus næsta sumar. AFP

Þrjú ítölsk knattspyrnufélög hafa áhuga á Divock Origi, sóknarmanni Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Samningur Origi við Liverpool rennur út næsta sumar en Liverpool getur þó framlengt samning hans til eins árs.

Belginn, sem er 26 ára gamall, hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool á leiktíðinni en hann hefur skorað fimm mörk í 10 leikjum í öllum keppnum fyrir félagið. Hann hefur byrjað fjóra leikið fyrir félagið á tímabilinu.

Liverpool er sagt opið fyrir því að selja leikmanninn fyrir 10 milljónir punda en Lazio er eitt þeirra liða sem hefur áhuga á Origo og hefur sett sig í samband við umboðsmann leikmannsins.

Þá hefur hann einnig verið orðaður við Newcastle en Origi sjálfur vill spila áfram á Englandi, ef hann mun yfirgefa Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert