Liverpool tekur á móti C-deildarliði Shrewsbury Town í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool á sunnudaginn kemur.
Fresta þurfti fyrri leik Arsenal og Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins sem fara átti fram á Emirates-vellinum í Lundúnum í gær vegna kórónuveirusmita og fjarveru lykilmanna hjá Liverpool.
Þá voru þeir Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sem og Pepjin Linders, aðstoðarmaður hans, báðir smitaðir af kórónuveirunni.
Leikur Liverpool og Shrewsbury Town mun hins vegar fara fram á sunnudaginn og bendir flest til þess að Klopp verði laus úr einangrun og geti stýrt Liverpool á hliðarlínunni á Anfield.