Mikið áfall fyrir Leicester

Jamie Vardy spilar ekki fótbolta næstu vikurnar.
Jamie Vardy spilar ekki fótbolta næstu vikurnar. AFP

Jamie Vardy, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Leicester, spilar ekki aftur fyrir félagið fyrr en í fyrsta lagi í mars. Þetta staðfesti Brendan Rodgers, stjóri Leicester, á blaðamannafundi í dag.

Vardy tognaði aftan í læri í leik Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í lok mars en hann er markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni á leiktíðinni með 9 mörk.

Þá er hann þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir þeim Diogo Jota og Mohamed Salah.

Vardy mun ekki þurfa að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna sem eru góðar fréttir fyrir félagið en hann verður þrátt fyrir að frá í að minnsta kosti átta vikur.

Leicester er með 25 stig í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir átján leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert