Jamie Vardy, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Leicester, spilar ekki aftur fyrir félagið fyrr en í fyrsta lagi í mars. Þetta staðfesti Brendan Rodgers, stjóri Leicester, á blaðamannafundi í dag.
Vardy tognaði aftan í læri í leik Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í lok mars en hann er markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni á leiktíðinni með 9 mörk.
Þá er hann þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir þeim Diogo Jota og Mohamed Salah.
Vardy mun ekki þurfa að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna sem eru góðar fréttir fyrir félagið en hann verður þrátt fyrir að frá í að minnsta kosti átta vikur.
Leicester er með 25 stig í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir átján leiki.