Snýst ekki um peninga

Kieran Trippier skrifaði undir samning við Newcastle í morgun.
Kieran Trippier skrifaði undir samning við Newcastle í morgun. Ljósmynd/Newcastle

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segir að peningar séu ekki ástæðan fyrir því að Kieran Trippier ákvað að ganga til liðs við félagið.

Trippier skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Newcastle en hann kemur til félagsins frá Atlético Madrid þar sem hann varð Spánarmeistari á síðustu leiktíð.

Trippier, sem er 31 árs, er uppalinn hjá Manchester City en hann gekk til liðs við Atlético Madrid frá Tottenham árið 2019.

„Kieran kemur hingað fyrst og fremst til þess að hjálpa liðinu að takast á við þær áskoranir sem framundan eru,“ sagði Howe.

„Þetta snýst ekki um peninga eða fjárhagslegan ávinning hjá honum. Hann vill hjálpa félaginu og koma því aftur í fremstu röð.

Þetta eru stór félagaskipti fyrir Newcastle og vonandi fylgja fleiri leikmenn fordæmi hans,“ bætti Howe við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert