Enska knattspyrnufélagið Aston Villa er nálægt því að ganga frá kaupum á franska landsliðsbakverðinum Lucas Digne frá Everton. Steven Gerrard, goðsögn hjá Liverpool, er stjóri Villa.
Digne hefur ekkert leikið með Everton síðan hann reifst harkalega við Rafa Benítez, stjóra liðsins, í desember á síðasta ári. Benítez tjáði fjölmiðlum í kjölfarið að Digne hafi ekki áhuga á að leika með liðinu.
Aston Villa greiðir um á milli 20 og 25 milljónir punda fyrir Digne. Leikmaðurinn hefur leikið 43 landsleiki fyrir Frakkland og 113 leiki fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Everton frá Barcelona árið 2018. Þá hefur hann einnig leikið með Lille, París SG og Roma.