Arsenal mætir Nottingham Forest úr B-deildinni í enska bikarnum í fótbolta klukkan 17:10 og verður liðið án nokkurra sterkra leikmanna.
Þeir Granit Xhaka og Folarin Balogun eru með kórónuveiruna og Emile Smith-Rowe og Takehiro Tomiyasu eru meiddir. Þá er liðið án leikmanna á borð við Thomas Partey og Pierre-Emerick Aubameyang og Mohamed Elneny sem eru á Afríkumótinu.
Notthingham Forest er í níunda sæti B-deildarinnar á meðan Arsenal er í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar.