Bandaríski framherjinn Folarin Balogun hefur verið lánaður frá Arsenal til Middlesbrough í B-deildinni. Balogun lék síðast með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í ágúst.
Hann er í framtíðarplönum Arsenal að sögn Sky en hann skrifaði nýverið undir samning sem gildir til ársins 2025.
Balogun hefur spilað tvo deildarleiki með Arsenal en hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands og Bandaríkjanna, en foreldrar hans eru frá Nígeríu.