West Ham tyllti sér upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:0-heimasigri á botnliði Norwich í kvöld.
West Ham var töluvert sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn verðskuldaður. Jarrod Bowen sá um að gera bæði mörkin, það fyrra á 42. mínútu og það seinna á 83. mínútu.
West Ham er með 37 stig, tveimur stigum á undan Arsenal sem er fallið niður í fimmta sæti. Arsenal á þó leik til góða. Þá á Tottenham, sem er í sjötta sæti með 33 stig, þrjá leiki til góða á West Ham.