Arsenal hefur lagt fram formlega beiðni til ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um að leik liðsins gegn nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur, sem á að fara fram á sunnudaginn, verði frestað.
Nokkur fjöldi leikmanna Arsenal er að glíma við meiðsli eða eru smitaðir af kórónuveirunni, auk þess sem fjórir leikmenn liðsins eru með landsliðum sínum á Afríkumótinu í Kamerún.
Því telur Arsenal sig ekki geta náð í lið fyrir Norður-Lundúnaslaginn sem á að fara fram á Tottenham Hotspur-vellinum síðdegis á sunnudag.