Conor Gallagher og Joachim Andersen, leikmenn Crystal Palace, voru báðir á skotskónum en þurftu að sætta sig við 1:1 jafntefli þar sem sá síðarnefndi skoraði sjálfsmark gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.
Gallagher skoraði með góðu skoti úr teignum á 69. mínútu áður en Andersen varð fyrir því óláni að stýra boltanum í eigið net á 87. mínútu.
Bæði mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan.