Leik Tottenham og Arsenal sem fram átti að fara á morgun hefur verið frestað, vegna þess að Arsenal eru ekki með nægilega marga leikmenn klára í leikinn.
Arsenal óskaði eftir frestun á leiknum og fékk hana samþykkta í dag. Liðið er einungis með 13 útileikmenn og einn markmann klárann í leikinn en mikið er um Covid-smit og meiðsli meðal leikmanna, ásamt því að nokkrir eru í Afríkukeppninni.
Ekki hefur verið gefið út hvenær leikurinn muni fara fram.