Brasilíumaðurinn Joao Pedro var hetja Watford er liðið gerði 1:1-jafntefli við Newcastle á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Pedro jafnaði metin á 88. mínútu og tryggði Watford dýrmætt stig í fallbaráttunni. Allan Saint-Maximin hafði komið Newacstle yfir snemma í seinni hálfleik.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.