Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði mark Everton þegar liðið þurfti að sætta sig við 1:2-tap á útivelli gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Markið gerði hann með glæsilegri bakfallsspyrnu þegar hann minnkaði muninn.
Norwich, sem var í botnsætinu fyrir leikinn, fagnaði hinsvegar dýrmætum sigri því Michael Keane skoraði sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Adam Idah sem nægði Norwich til sigurs.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.