Jack Harrison skoraði öll þrjú mörk Leeds í 3:2-sigrinum á West Ham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Harrison kom Leeds í þrígang yfir og tókst West Ham aðeins að jafna í fyrstu tvö skiptin. Það gerðu Jarrod Bowen og Pablo Fornals.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.