Adam Webster skoraði frábært skallamark fyrir Brighton gegn Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Brighton í kvöld.
Webster jafnaði metin fyrir Brighton á 60. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Alexis Mac Allisters frá vinstri en Webster var gapandi frír í teignum þegar hann skallaði boltann í netið.
Áður hafði Hakim Ziyech komið Chelsea yfir um miðjan fyrri hálfleikinn með föstu skoti utan teigs sem Robert Sánchez í marki Brighton réð ekki við.
Leikur Brighton og Chelsea var sýndur beint á Síminn Sport.