Dagný Brynjarsdóttir og liðsfélagar hennar í West Ham eru úr leik í enska deildabikarnum í knattspyrnu eftir tap gegn Chelsea í átta-liða úrslitum keppninnar í Dagenham í kvöld.
Leiknum lauk með 4:2-sigri Chelsea en Pernille Harder reyndist West Ham erfið í leiknum og skoraði þrennu.
Dagný lék fyrstu 70. mínúturnar með West Ham en liðið er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar með 14 stig.