Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til 17. apríl.
Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn RÚV.
Um síðustu helgi staðfesti lögreglan í Manchester í samtali við The Sun að Gylfi yrði laus gegn tryggingu til miðvikudagsins 19. janúar og hafði það fyrirkomulag verið framlengt í þrígang síðan hann var handtekinn á heimili sínu á Bretlandseyjum um miðjan júlí á síðasta ári, grunaður um brot gegn ólögráða einstaklingi.