Ítalski knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri verður væntanlega rekinn sem knattspyrnustjóri Watford um helgina eða strax eftir helgi. Daily Mail greinir frá.
Watford fór niður í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði gegn Norwich í botnslag í gær, 0:3.
Illa hefur gengið hjá Watford síðan Ranieri tók við liðinu en í 14 deildarleikjum hefur liðið tapað ellefu og aðeins unnið tvo.
Ranieri hefur einnig stýrt Chelsea og Leicester á Englandi en hann gerði síðarnefnda liðið að enskum meistara árið 2016.