Englandsmeistarar Manchester City töpuðu stigum er liðið heimsótti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en lokatölur urðu 1:1.
Kyle Walker-Peters kom Southampton yfir strax á 7. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1. Aymeric Laporte jafnaði á 65. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu og þar við sat, þrátt fyrir að City hafi verið mikið með boltann undir lokin.
Manchester City er á toppnum með 56 stig, ellefu stigum á undan Liverpool sem á leik til góða. Southampton er í 13. sæti með 24 stig.