Wolves vann 3:1-útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn var stöðvaður í um kortér í fyrri hálfleik vegna dróna sem var flogið inn á völlinn.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Portúgalinn Joao Moutinho fyrsta markið er hann kom Wolves yfir á 48. mínútu. Ivan Toney jafnaði á 71. mínútu en Rúben Neves, einnig frá Portúgal, skoraði sigurmarkið á 78. mínútu.
Wolves er í áttunda sæti deildarinnar með 34 stig og Brentford í 14. sæti með 23.