West Ham vann öruggan 3:0-heimasigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham og gerði annað mark liðsins á 57. mínútu. Dagný hefur gert þrjú mörk í tíu deildarleikjum á leiktíðinni.
West Ham er í 7. sæti deildarinnar af 12 liðum með 17 stig eftir 11 leiki.