Snemma í nótt kviknaði eldur á Molineux-velli enska knattspynufélagsins Wolverhampton Wanderers.
Slökkviliði West Midlands-svæðisins var gert viðvart fimm mínútum fyrir klukkan tvö í nótt og voru 20 slökkviliðsmenn mættir á svæðið örfáum mínútum síðar.
Eldurinn braust út í fundarherbergi innan leikvangsins og tókst slökkviliðinu að ráða niðurlögum eldsins klukkan 3:40 í nótt, að því er kemur fram í tilkynningu frá slökkviliði West Midlands-svæðisins.
Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá raftæki. Enginn var á svæðinu á þessum tíma og sakaði því engan.