Chelsea og Tottenham mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 í dag í grannaslag. Chelsea er í þriðja sæti með 44 stig og Tottenham í sjötta sæti með 36 stig.
Owen Hargreaves, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Manchester City, segir leiki á borð við grannaslaginn vera ástæðu þess að allir elska ensku úrvalsdeildina.
Oftar en ekki er mjög hart barist í leikjum liðanna og mikill hiti á vellinum.
Innslagið hjá Hargreaves má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.