Noel Whelan, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Leeds, var harðorður í garð dómarans Kevins Friends sem dæmdi leik Crystal Palace og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Selhurst Park í Lundúnum á sunnudaginn.
Leiknum lauk með 3:1-sigri Liverpool en Robinson var ósáttur við tvö marka Liverpool í leiknum og þá sérstaklega þriðja markið sem Liverpool skoraði úr umdeildri vítaspyrnu.
„Þetta var aldrei vítaspyrna,“ sagði Whelan í samtali við Football Insider en hann lék 48 leiki með Leeds þar sem hann skoraði sjö mörk.
„Jota hleypur inn í markvörðinn eftir að hann kemur boltanum framhjá honum og býr þannig til snertinguna. Hann hefði aldrei náð til boltans og breytir þess vegna um hlaupaleið til þess að fara í markvörðinn.
Við þurfum fyrrverandi knattspyrnumenn í VAR-herbergið til þess hjálpa til við þessar ákvarðanir. Einhverja sem hafa spilað leikinn og hafa tilfinningu fyrir honum,“ bætti Whelan við.