Amad Diallo er genginn til liðs við skoska knattspyrnufélagið Rangers að láni frá Manchester United. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Sóknarmaðurinn, sem er 19 ára gamall, skrifaði undir lánssamning sem gildir út tímabilið en hann gekk til liðs við United frá Atalanta í október 2020.
Diallo hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliði United á tímabilinu og aðeins komið við sögu í einum leik á leiktíðinni, gegn Young Boys í Meistaradeildinni, þar sem hann lék fyrstu 68 mínúturnar.
Rangers er í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 55 stig eftir 22 leiki og hefur fjögurra stiga forskot á Celtic.