Brasilíumaður til Newcastle

Bruno Guimaraes, til hægri er kominn til Newcastle
Bruno Guimaraes, til hægri er kominn til Newcastle AFP

Enska knattspyrnufélagið Newcastle hefur gengið frá kaupunum á brasilíska miðjumanninum Bruno Guimarães frá franska liðinu Lyon.

Blaðamaðurinn áreiðanlegi Fabrizio Romano greinir frá þessu en kaupverðið er talið vera rúmlega 40 milljónir evra. Guimarães skrifar undir samning til ársins 2026.

Þetta er þriðji leikmaðurinn sem Newcastle kaupir í janúar en ljóst er að nýjir eigendur hafa engan áhuga á því að sjá liðið falla úr ensku úrvalsdeildinni. Áður höfðu þeir Kieran Trippier og Chris Wood gengið til liðs við félagið sem er í harðri fallbaráttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert