Enska knattspyrnufélagið Everton hefur mikinn áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Donny van de Beek frá Manchester United að láni út tímabilið.
Crystal Palace hefur sömuleiðis sýnt van de Beek áhuga í janúar en samkvæmt Athletic er sá hollenski efstur á óskalista Everton.
Hinn 24 ára gamli van de Beek kom til United frá Ajax sumarið 2020 en tækifærin í Manchester hafa verið af skornum skammti.