Tilboði Newcastle í Dan Burn, vinstri bakvörð Brighton, hefur verið hafnað. Newcastle bauð 10 milljónir punda í Burn en talið er að Brighton vilji fá 12-15 milljónir fyrir leikmanninn.
Áður hafði Brighton hafnað sjö milljónum punda frá Newcastle en ljóst er að félagið mun þurfa að bjóða enn betur ætli þeir sér að tryggja sér þjónustu Burn.
Burn getur einnig spilað sem miðvörður og er talið að Newcastle ætli sér að nota hann sem slíkan. Félagið hefur leitað af miðverði allan janúar en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Tilraunir til að kaupa Sven Botman, Diego Carlos og Benot Badiashile hafa ekki gengið upp og er Burn næstur í röðinni.
Newcastle hafa nú þegar fengið til sín Kieran Trippier og Chris Wood í janúar en Eddie Howe, knattspyrnustjóri liðsins segist vongóður um að þriðju kaupin séu væntanleg.