Arftaki Wood að koma frá Þýskalandi?

Wout Weghorst í leik með Wolfsburg gegn Bayern München.
Wout Weghorst í leik með Wolfsburg gegn Bayern München. AFP

Enska knattspyrnuliðið Burnley er sagt vera að ganga frá kaupum á hollenska markahróknum Wout Weghorst frá þýska liðinu Wolfsburg.

Kaupverðið er talið vera í kringum 12 milljónir punda en Burnley eru í leit að eftirmanni Chris Wood sem var seldur til Newcastle fyrr í mánuðinum.

Burnley eru í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og sárvantar markaskorara ætli þeir sér að eiga einhvern möguleika á áframhaldandi veru í deildinni.Hinn 29 ára gamli Weghorst hefur verið iðinn við kolann í Þýskalandi en hann hefur skorað 70 mörk í 144 leikjum frá komu sinni til Wolfsburg árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert