Fyrirliði Arsenal á leið til Barcelona

Pierre-Emerick Aubameyang er á förum frá Arsenal.
Pierre-Emerick Aubameyang er á förum frá Arsenal. AFP

Knattspyrnumaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang er væntanlega á leiðinni til Barcelona frá Arsenal að láni út leiktíðina.

Aubameyang er í skammarkróknum hjá Arsenal eftir að hann kom of seint til baka til félagsins eftir frí. Sóknarmaðurinn hefur verið með landsliði Gabon á Afríkumótinu í janúar en liðið féll út í 16-liða úrslitum. 

Sky greinir frá að Barcelona hafi ekki forkaupsrétt á Aubameyang að láninu loknu en félögin eru í viðræðum um hve háa prósentu af launum framherjans Barcelona þarf að borga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert