Hollendingurinn í læknisskoðun hjá Burnley

Wout Weghorst í leik með Wolfsburg gegn Bayern München.
Wout Weghorst í leik með Wolfsburg gegn Bayern München. AFP

Hollendingurinn Wout Weghorst er á leið í læknisskoðun hjá enska knattspyrnufélaginu Burnley. 

Samkvæmt Sky Sports fer Weghorst í læknisskoðun í fyrramálið en hann kemur til með að leysa Chris Wood af hólmi sem var seldur til Newcastle fyrr í mánuðinum.

Kaupverðið er talið vera um 12 milljónir punda en Weghorst er í dag leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi. Hann er 29 ára  gamall og hefur skorað 70 mörk í 144 mótsleikjum fyrir Wolfsburg og tvö mörk í 12 landsleikjum fyrir Holland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert